Hvað er ESB? - What is the EU?

Oft er rætt um ESB sem samvinnuvettvang sjálfstæðra ríkja er samræmi lög og reglur aðildarríkjanna og ESB sé því hliðstætt ýmsu milliríkjasamstarfi sem Íslendingar taki fullan þátt í. En þetta er mikill misskilningur. ESB er fyrst og fremst vísir að nýju stórríki. Aðildarríkin fórna veigamiklum þáttum sjálfstæðis síns til æðstu stofnana þess eins og fylkin í Bandaríkjunum. Þróunin er að sjálfsögðu miklu lengra komin þar og enn er ESB miðja vegu á milli þess að vera ríkjasamband og sambandsríki. En stefnt er leynt og ljóst að þessu marki.  Aðild að ESB er því allt annars eðlis en aðild að SÞ og öðrum alþjóðlegum stofnunum eða að NATO, EFTA eða EES svo dæmi séu nefnd. ESB er að breytast í risaveldi sem dregur til sín sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkja á flestum mikilvægum sviðum.

Vegnar stórríkjum betur?
Hvers vegna hefur efnahagsþróun verið svo miklu hraðari á Íslandi  undanfarna áratugi en í ríkjum ESB. Stórum ríkjum hefur hreint ekki vegnað betur en smáum á þessari öld  heldur þvert á móti, sjá Hagvöxtur.
Það er misskilningur að Íslendingum farnist betur ef þeir fljóta með straumnum og fara að dæmi nálægra þjóða. Þjóðin hefur sérlega vonda reynslu af því á liðnum öldum að láta embættismenn í þúsunda kílómetra fjarlægð ráða fyrir sér og segja sér fyrir verkum.

What is the European Union?
Proponents of Icelandic membership of the EU often speak of it as a collaborative organisation of independent nations, whose main role is to standardise the law and regulations of the member states. They present it as similar in nature to various other kinds of international collaboration, and argue that Iceland should participate fully. But this is a serious misunderstanding. The EU is, first and foremost, a step on the path towards forming a new superpower. Member states yield up important aspects of their independence to the supreme institutions of the EU, in a similar way to the federated states of the USA. The process is, of course, far more advanced in the USA, and the EU is still midway between being an alliance of nations and a federation. But this is clearly the objective.  Therefore, membership of the EU is entirely different in nature from membership of international organisations. The EU is gradually developing into a super state that is appropriating the sovereign rights of member states in most important fields.

Isn't bigger better?
It is worth considering why economic development in Iceland has been so much more rapid in recent decades than in the states of the EU. Large nations in Western Europe have by no means prospered more than small nations in the 20th century; on the contrary, see Economic growth.
It is thus a misunderstanding, that it must be better for the Icelanders to follow the trend, and do as their neighbours have done. The Icelandic nation has, over past centuries, had a peculiarly painful history of being governed by officials thousands of kilometres away.

Gengi krónunnar

Danir og
Norðmenn

Söguleg
veiðireynsla

Úr ýmsum áttum

Stjórnarskrá ESB

Marklaus kosning

Fjárkröfur ESB

Hví sögðu Svíar nei?

ESB og EES
The EU and EEA