Gróði/tap - Profits/loss

Hækka eða lækka skattar?

Margir ganga út frá því sem gefnu að innganga Íslands í ESB færi okkur gull og græna skóga.  Það er þó á miklum misskilningi byggt. Einhver ávinningur yrði af aðild fyrir íslensk fyrirtæki í formi lækkaðs rekstrarkostnaðar vegna lægri vaxta og viðskiptakostnaðar. En Ísland yrði að greiða 5-10 milljarða kr. árlega í skatt til sameiginlegra fjárlaga ESB og afleiðingin yrði hækkun skatta og þar með veruleg tekjuskerðing hjá þorra skattgreiðenda.
Enginn vafi er á því að við mikla fjölgun aðildarríkja til austurs hækka þessir skattar enn frekar og hafa talsvert hærri tölur heyrst nefndar,

Hvað kemur til baka?
Vafalaust myndi einhver hluti ESB - skattsins koma aftur til Íslands í formi styrkja til landbúnaðar, sjávarútvegs og byggðamála. Íslensk stjórnvöld hafa þó barist gegn styrkjum til sjávarútvegs og vilja að þeir verði hvarvetna bannaðir en styrkir í landbúnað gera lítið annað en bæta að hluta til það tjón sem ESB-aðild veldur íslenskum bændum. Tap íslenskra skattgreiðenda við aðild breytist því lítið þótt einstaklingar og fyrirtæki næli sér í einhverja styrki frá ESB.

Hagnaður þjóðarbússins af lækkun vaxta?
Ýmsir flíka mjög meintum hagnaði þjóðarinnar í kjölfar vaxtalækkunar við upptöku evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi. En þess ber að gæta að vaxtabreytingar breyta fyrst og fremst hagnaði eða tapi lánardrottna og skuldara innbyrðis hér innanlands en hafa lítil áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Við þurfum ekki að fara í ESB til að fá hér lægri vexti. Ljóst er að vextir á húsnæðislánum hækka við aðild vegna þess að ríkisábyrgð á íbúðalánasjóði ríkisins fellur þá niður. Útlánavextir banka ráðast fyrst og fremst af innlendum aðstæðum: framboði og eftirspurn, fjárfestingu, atvinnustigi og verðbólgu, innlendum sparnaði og vaxtamun.

Will our ship come in?
So what would be the financial benefit of EU membership for Iceland? Many people have made the assumption that if Iceland joins the EU, our "ship will come in." This is based on a fundamental misunderstanding. Employers' associations, admittedly, feel that membership would yield some benefits for Icelandic business in the form of lower operational costs. But according to estimates Iceland would have to contribute about ISK 5 - 10 billion annually to the EU's common budget. This sum would mean a considerable drop in disposable income for the vast majority of wage-earners.

Gengi krónunnar

Danir og
Norðmenn

Söguleg
veiðireynsla

Úr ýmsum áttum

Stjórnarskrá ESB

Marklaus kosning

Fjárkröfur ESB

Hví sögðu Svíar nei?

ESB og EES
The EU and EEA