Sveitasinfónía var fyrst frumsýnd hjá Leifélagi Reykjavíkur í Iðnó 22. september 1988. Leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd gerði Sigurjón Jóhannsson og tónlist var eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýningar þar urðu 101. Leikritið var þýtt á ensku, sænsku og rússnesku og gefið út í kiljum á íslensku og sænsku. Gunnar Gunnarsson, dramaturg, og Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri, rituðu kynningarorð þar sem m.a. segir:

Edda H. Bachmann og Valdimar Ö. Flygenring.

Í Sveitasinfóníu fer höfundur afar næmum höndum um viðkvæma hluti í pólitík og þjóðlífi á Íslandi um okkar daga. Hann bregður viðfangsefninu fimmtán eða tuttugu ár aftur í tíðina til að gefa sjálfum sér frjálsari hendur - auk þess sem slíkur tilflutningur í tíma auðveldar honum að kitla hláturstaugar áhorfenda. Íslenskur leikhúsgestur þekkir sig þegar í stað í því landsbyggðarumhverfi sem leikritið gerist í, jafnframt því sem persónur í verkinu eru flestar eða allar eins og gamlir kunningjar frá uppvaxtarárum okkar eða starfsferli. Sveitasinfónía er einfaldlega vel samin þjóðlífsmynd þar sem ljósi er brugðið á pólitíska viðburði og umhugsunarefni samtímans um leið og megináherslan er lögð á hið manneskjulega og skoplega.
Það er ekki aðeins að Ragnar Arnalds hafi hitt íslenska leikhúsgesti í hjartastað með Sveitasinfóníu  sinni; honum lánaðist í leiðinni að semja verk sem hentar flestum leikhúsum og leikhópum. Það er unnt að færa það á svið án sérlega mikils tilkostnaðar. Hlutverkin eru ekki fleiri en svo að flest leikhús hafa á sínum snærum leikara til að manna verkið, hlutverkin eru innbyrðis ólík og verkið býður upp á viðfangsefni fyrir leikkrafta á öllum aldri. Nokkur stærstu hlutverkanna verða að teljast sérlega aðlaðandi - eða þakklát; sú hefur að minnsta kosti orðið raunin hvað varðar uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur.

Pastoral Symphony was first performed by the Reykjavík Theatre in the Iðnó theatre on the 22th of September 1988, directed by Þórhallur Sigurðsson with set designed by Sigurjón Jóhannsson and music by Atli Heimir Sveinsson. There were 101 performances of the play which also was translated to English, Swedish and Russian and published in Icelandic and Swedish paperbacks with the following introduction by the dramaturg, Gunnar Gunnarsson, and the artistic director of the Reykjavík Theater, Hallmar Sigurðsson:

" In Pastoral Symphony the author discreetly handles some delicate themes in the political and national life of modern Iceland. He moves the action fifteen or twenty years back in time in order to give himself greater latitude. The transposition in time also enables him to appeal more effectively to the sense of humour of the audience. Pastoral Symphony is a skilfully constructed picture of national life which throws light on political events and issues of the present day while putting its main emphasis on the human and comic aspects.
Ragnar Arnalds has not only scored a major hit with Icelandic audiences with this play. In the process he has managed to create a work which is signally well suited to almost any theatre or dramatic group. It can be staged with little expense. The size of the cast is not beyond the resources of most theatres. The roles are varied and offer parts for actors and actresses of various ages. Some of the leading parts may be regarded as especially attractive and rewarding. At all event, such has been the experience of the Reykjavík Theatre in staging the play…"
"Gamanleikur sem gerist í dreifbýli. Örlygur og þýskættuð kona hans eru komin heim frá Þýskalandi eftir að hafa búið þar í nokkur ár og rifja upp þá atburði sem leiddu til þess að þau yfirgáfu sveitina. Verið er að semja um byggingu orkuvers og stíflu ofan við dalinn og hart er deilt í hreppnum um afleiðingar þess fyrir byggð og bú. Sérhver persóna leiksins hefur sína skoðun á deilumálum. Í þessum gamanleik er fléttað saman skoplegum sögum um prest sem bruggar og skapmikla dóttur hans,  tónelskan sýslumann sem undirbýr sinfóníska tónleika, glaumgosa í bændastétt, konu hans og graðfola. Þar kemur ástin mjög við sögu um leið og fjallað er um ýmis vandamál í dreifbýli nútímans. (Úr bæklingnum
Theatre in Iceland 1986-1988.)

"A comedy set in rural Iceland. Returning home after living in Germany for several years, Örlygur and his German wife recollect events leading to their departure. The background to the events is the building of a power plant with reservoirs, and the strife within the county concerning the sale of land and closure of farms. Each character in the play takes a different stand on the issue. A humorous tale of a bootlegging vicar and his temperamental daughter, a musical sheriff planning a symphony concert, a playboy farmer, his wife and his stallion, this comedy also has a love story as part of the complications and it touches upon many issues facing a modern rural community." (
Theatre in Iceland 1988-1992.)