Uppreisn á Ísafirði var frumsýnd á aðalsviði Þjóðleikhússins 26. september 1986. Leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir. Leikmynd gerði Sigurjón Jóhannsson og tónlist var eftir Atla Heimi Sveinsson. Leikritið hefur komið út á bók.Gerð var þriggja kvölda sjónvarpsmynd byggð á þessari sýningu og var hún sýnd á Stöð 2 um jólin 1999.

"Vettvangur leiksins er afskekktur bær á Vestfjörðum, Ísafjörður, á seinasta áratug 19. aldar. Hvað gerist þegar ungum og samviskusömum sýslumanni (Skúla Thoroddsen) sem jafnframt er róttækur og mjög virkur stjórnmálamaður verða á smámistök í viðskiptum sínum við ósamvinnuþýðan, meintan morðingja? Pólitískir andstæðingar hans nýta sér þetta til hins ítrasta. Sýslumaðurinn ungi er dæmdur frá embætti. En það sem þeir vara sig ekki á er hin gífurlega alþýðuhylli sem hann nýtur á Ísafirði. Í augum flestra íbúanna er hann þjóðhetja og þeir eru reiðubúnir að grípa til vopna. Landsstjórnin stendur því frammi fyrir almennri uppreisn fólksins. Nýr sýslumaður (Lárus Bjarnason) er skipaður sem jafnframt á að rannsaka meinta valdníðslu fyrrverandi sýslumanns. Sá nýi er hins vegar mjög reynslulítill og algerlega óhæfur að kljást við þetta verkefni. Eftir lögreglurannsóknir, lagaflækjur og málarekstur sem stóð árum saman linnir loks þessum vandræðagangi og friður kemst á. En tíminn einn hefur sigrað og borið með sér nýjar og framsæknar hugmyndir. Kjarni leiksins eru átök íhaldssamra og framsækinna afla á þeim tímum þegar lýðræðishugmyndin er að brjóta sér braut í Evrópu. (Úr bæklingnum Theatre in Iceland 1986-1988.)

Sýslumaðurinn ásamt fjölskyldu-the sheriff with his family: Hildur Guðmundsdóttir, Þorleifur Arnarson, Lilja Þórisdóttir, Kjartan Bjargmundsson.

Örn Arnarson og Bessi Bjarnason

Kjartan Bjargmundsson og Róbert Arnfinnsson

The Rebels at Ísafjörður

The Rebels at Ísafjörður opened at the National Theatre Main Stage on the 26th of September 1986, directed by Brynja Benediktsdóttir with set designed by Sigurjón Jóhannsson and music by Atli Heimir Sveinsson. The play has been published in book form.
"The place is Ísafjörður, a small town in the remote north-west of Iceland. The time is the 1890s. What happens when a young and conscientious, yet radical and politically active sheriff makes a minor error in the legal procedure when dealing with an uncooperative suspected murderer? Naturally his rivals in politics make the most of the situation and take advantage of the blunder. The young sheriff is sentenced and thrown our of office. What the sheriff's rivals did not take into account was his immense popularity with the common people of Isafjörður. He is a hero in the eyes of most of the town's populace who stand by him and are willing to fight. Consequently the government has a full-scale rebellion on its hands. The government appoints a new sheriff who is also supposed to investigate the former sheriff's alleged abuse of power. The new sheriff, however, is inexperienced and totally incapable of dealing with the situation. After years of struggle, legal proceedings, investigations and intrigues, the troubles are finally resolved and peace is restored, but no one has won except time, which has brought new and progressive ideas. Basically a drama about the conflict between conservative and progressive movements at a time when ideas of democracy were spreading af a pace over Europe." (From the booklet Theatre in Iceland 1986-1988.)