Gengissveiflur krónunnar

Þegar evran féll um 30 %

Á árinu 2001 féll gengi íslensku krónunnar í kjölfar þess að markaðurinn var látinn ráða genginu. Gengisfallið var afleiðing af stórfelldum viðskiptahalla undangenginna ára sem átti rætur að rekja til þess að losað var um allar hömlur á erlendum lántökum og bankar lánuðu út miklu meira fjármagn en nam innlendum sparnaði. Þessi hömlulausa dæling erlends lánsfjár inn í hagkerfið, m.a. með stórauknum yfirdráttarskuldum einstaklinga hlaut fyrr eða síðar að enda með gengisfalli.

Gengisfall myntar er til marks um veikleika í hagkerfinu. Miklu skiptir þó hvenær gengið fellur eða stígur. Gengisfall veldur mestu tjóni ef það verður á sama tíma og hagkerfið er að ofhitna. Þannig var ástatt á árinu 1999. Þá var evran í frjálsu falli mánuð eftir mánuð og lækkaði  gagnvart dollar um nærri 30 % á rúmu ári. Ef evran hefði ráðið verði íslensks gjaldmiðils hefði það verkað eins og olía á eldinn og  sett íslenska hagkerfið í enn meiri kreppu en varð.

Íslenska krónan hefur lengstaf ekki sveiflast meira gagnvart dollar en evran fyrr en nú að raungengi krónunnar hefur hækkað mjög og evran fallið gagnvart krónu um 10% á einu ári.

Hagsveiflurnar eru ekki í takt

Kjarni málsins er sá að utanríkisviðskipti Íslendinga eru aðeins að hluta við evrulönd. Stærsti hluti utanríkisviðskipta Íslendinga fer fram í dollurum. Það er mikið blygðunarleysi þegar stuðningsmenn aðildar að ESB hefja upp sönginn um gagnsleysi íslensku krónunnar og básúna kosti þess að taka upp evruna án þess að geta þess að evran hefur á stuttu æviskeiði sveiflast mjög gagnvart dollar. Íslenskt hagkerfi sveiflast alls ekki í takt við þær hagsveiflur sem helst einkenna efnahagslíf í evrulöndum. Á árinu 1999 glímdu flest evruríkin við stórfellt atvinnuleysi og hægan hagvöxt og þeim hentaði því vel að vextir væru sem lægstir og gengið sömuleiðis til að örva útflutning. En á Íslandi var staða mála þveröfug. Ef Íslendingar tækju upp evruna og afsöluðu sér sjálfstæðri stefnu í peningamálum gæti það komið sér vel fyrir takmarkaðan hóp fyrirtækja sem eingöngu framleiða fyrir markaði evrulanda. En sjávarútvegurinn er háðari pundi og dollar en evru og myndi gjalda þess. Jafnframt yrði hálfu verra að kljást við hvers konar efnahagsleg vandamál sem upp koma þegar að kreppir og hætt við að atvinnuleysi gæti mjög farið vaxandi til tjóns fyrir atvinnulíf og launafólk.

Gengi krónunnar

Danir og
Norðmenn

Söguleg
veiðireynsla

Úr ýmsum áttum

Stjórnarskrá ESB

Marklaus kosning

Fjárkröfur ESB

Hví sögðu Svíar nei?

ESB og EES
The EU and EEA